Staðsetning torfbæja í Reykjavík um miðja 19. öld


Tómthúsbýlin voru flest staðsett í nágrenni við miðbæ Reykjavíkur en bújarðir voru dreifðar á því landsvæði sem í dag tilheyrir Reykjavík. Til eru nokkuð góðar upplýsingar um staðsetningu flestra þessara bæja byggðar á eldri kortum og heimildum samtímamanna.

Með því að smella á hnappinn "Staðsetning torfbæja" hér neðar á síðunni opnast nýr gluggi sem sýnir kort af Reykjavík (Google Maps). Þar er búið að merkja inn nákvæma staðsetningu flestra ef ekki allra torfbæja í Reykjavík um miðja 19. öld, bæði tómthúsbýli og bújarðir. Með því að smella á merkingar einstakra bæja má sjá hvenær þeir voru upphaflega reistir ásamt ýmsum frekari upplýsingum.

    Litakóðar hafa eftirfarandi merkingu:
Rauður - bær reistur fyrir 1750
Gulur    - bær reistur 1750-1800
Grænn  - bær reistur 1800-1850
Blár       - bújarðir

Staðsetning torfbæja