Upplýsingar um vefinn


Áhugi á torfbæjum í Reykjavík á 19. öld kann að þykja sérlundað áhugaefni, og hugsanlega undrast einhverjir að tíma sé eytt í söfnun slíkra upplýsinga til birtingar á vef.   Ég hef kannski ekki skýringar á reiðum höndum, en ástæður þess liggja ekki í væntingum um að vefurinn slái í gegn og enn síður í von um fjárhagslegan ávinning.   Sumir púsla, aðrir stunda langhlaup og enn aðrir eyða frítíma sínum í tölvuleiki.   Réttast er því að líta á þessa viðleitni sem áhugamál eða föndur.

Vefurinn stenst vart sagnfræðilegar kröfur enda það ekki markmiðið. Reynt er að fara rétt með, en vafalítið er eitthvað um rangfærslur.   Því eru ábendingar um villur vel þegnar og verður reynt að leiðrétta þær eins og kostur er.   Á sama hátt er notkun á myndefni nokkuð frjálsleg og beðist er velvirðingar á því.

Vonandi hafa einhverjir þó gaman að framtakinu og kannski vekur það athygli á þessum áhugaverða þætti í sögu Reykjavíkur og því fólki sem í torfbæjunum bjó.


Björn Jónsson
Fannafold 211
112 Reykjavík
(bjornj@lsh.is)