Lækjarkot
Íbúaskrá
Mynd Jóns Helgarsonar af Reykjavík árið 1836, trúlega máluð nálægt 1890. Lækjarkot sést lengst til vinstri á myndinni suðaustan við Dómkirkjuna. Efst á myndinni má sjá Hlíðarhús og torfbæi i Grjótaþorpi og við Vesturgötu. Lækjarkort var reist árið 1799 austast á Austuvelli. Runólfur forstjóri Innréttinganna bjó þar en drukknaði í Tjörninni 1811 "aðeins mjög lítið drukkinn" samkvæmt annálum. Meðal seinni ábúenda má nefna Þórð malakoff, sem var um margt sérkennilegur og bjó þar um 1870. Bærinn var rifinn árið 1887. Bærinn stóð þar sem nú er Lækjargata 10a sem er óbyggð lóð í dag. Fornleifauppgröftur árið 2015 sýndi ekki aðeins merki um bæinn Lækjarkot heldur einnig áður ókunnan landsnámsbæ.
Kort af Reykjavík frá 1876, Lækjarkot er innan rauða ferningsins. Á eldri kortum eru timburhús og seinhús vanalega merkt með fylltum ferhyrningi en torfbæir með útlínum. | Teikning P. M. Clemens frá árinu 1848 sýnir Lækjarkot og Dómkirkjuna í bakgrunni. |
Málverk Brynjólfs Þórðarsonar málað 1921, á að sýna bæjarmyndina við norðurenda tjarnarinnar á síðari hluta 19. aldar. Lækjarkot sést á miðri mynd. Vinstra megin er Waagehús en hægra megin Kirkjutorg 6 og Lækjargata 10 sem eru í svipaðri mynd í dag. Handan tjarnarinnar sjást torfbæirnir Skólabær og Hólakot. Hólavallamylla sést á samnefndri hæð. Listamaðurinn fer frjálslega með staðreyndir því þessar byggingar voru ekki allar til staðar á sama tíma. | Teikning Jóns Helgasonar af Lækjarkoti og nágrenni um 1886. Lækjarkot er torfbærinn neðst til hægri á myndinni. |